Mánudagur, 26. janúar 2009
Stjórnin er fallin
Ríkisstjórnin er fallin.Það var orðin mikil óánægja með stjórnina í röðum Samfylkingarmanna eins og sást af samþykkt Samfylkingarfélags Reykjavíkur.En svo virðist þó sem Ingibjörg Sólrún vildi halda stjórnarsamstarfinu áfram ef gerðar yrðu breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,ríkisstjórninni og stjórnkerfinu yfirleitt.Um tíma virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið að öllum kröfum Samfylkingarinnar og stjórnin mundi halda áfram.En undir lok viðræðna setti Samfylkingin fram kröfu um að forsætisráðuneytið færðist til Samfylkingarinnar.Þessa kröfu féllst Sjálfstæðisflokkurinn ekki á og stjórnin sprakk.
Ég tel leitt,að stjórnin skyldi springa vegna ágreiniings um ráðherrastóla.Ég var lítt hrifinn af stjórninni þegar hún var mynduð en hins vegar tel ég,að stjórnin hefði átt að sitja fram að kosningum úr því sem komið var.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.