Mánudagur, 26. janúar 2009
Hvaða ríkisstjórn er æskilegust?
Tveir stjórnarmöguleikar eru líklegastir eftir að stjórn Geirs Haarde féll,þ.e. þjóðstjórn eða minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknar.Mér list betur á minnihlutastjórnina.Svo mikill ágreiningur er milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir stjórnarslitin,að þessir flokkar ættu erfitt með að vinna saman í þjóðstjórn.Samfylking og VG ættu hins vegar að geta unnið vel saman að aðkallandi vandamálum vegna heimila og fyrirtækja ef þessir flokkar ná á annað borð saman.Ef slík minnihlutastjórn tekst vel gæti hún stuðlað að áframhaldandi stjórnarsamstarfi þessara flokka eftir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.