Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Felldi Samfylkingarfélagið í Rvk. stjórnina?Minnihlutastjórn í fæðingu
Margt bendir til þess að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir stórn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, verði mynduð í dag og að Framsóknarflokkurinn verji hana falli.
Jóhanna hefur fallist á að veita slíkri stjórn forystu og á þingflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi voru línurnar lagðar fyrir samstarf í slíkri stjórn. Þá er ekki talið útilokað að frjálslyndir muni einnig verja slíka stjórn falli, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í raun einn í minnihluta.
Frjálslyndir hefðu þó heldur viljað þjóðstjórn allra flokka, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað, en þverrandi líkur eru á því eins og staðan er. Þess er nú beðið hverjum Ólafur Ragnar Grímsson forseti, veitir umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Almennt er talið að hann geri það í dag þar sem mörg brýn verkefni bíði úrlausnar í þjóðfélaginu.(visir.is)
Þorsteinn Pálsson ritar leiðara um stjórnarslitin í Fréttblaðið
í dag. Hann segir,að örlög ríkisstjórnarinnar hafi verið ráðin þegar Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti stjórnarslit.Hann harmar fall stjórnarinnar og segir,að þessir tveir flokkar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi átt að geta náð saman um ýmis góð mál. Í leiðaranum er bent á,að ESB málinu hafi verið vikið til hliðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.