Hvernig stóð ríkisstjórnin sig?Stjórnin byrjaði með kossi og henni lauk með kossi

Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hófst með kossi og henni lauk með kossi. Geir Haarde kyssti Ingibjörgu Sólrúnu við upphaf stjórnarinnar  og hann kyssti hana á ný við stjórnarslit í gær.Samstarf þeirra leiðtoganna var með ágætum. En það var ekki nóg. Foringjarnir voru nokkuð einangraðir a.m.k var Ingibjörg Sólrún ekki í nægulegu sambandi við grasrótina í Samfylkingunni og því fór sem fór.

Hvernig stóð stjórnin sig? Framan af gekk stjórninni nokkuð vel. Hún tók ágæt skref í velferðarmálum og hækkaði skattleysismörk.Að vísu var eftir að gera betur í málefnum aldraðra og öryrkja, En eftir bankahrunið stóð ríkisstjórnin sig illa. Mál gengu hægt og ekki var tekið nægilega hart á misferli  í bönkunum.Alltof seint var hreinsað til í Fjármálaeftirliti og ekki var búið að gera neinar breytingar í Seðlabanka ,þegar stjórnin féll. Þó voru þetta þær tvær stofnanir sem báru aðalábyrgð á bankahruninu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband