Ágúst Ólafur hættir

Ágúst Ólafur Ágústsson  hefur ákveðið að gefa ekki kost á  sér til endurkjörs við þingkosningarnar í vor.Þetta eru  slæm tiðindi. Það er mikil eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann er mjög vel menntaður maður og hæfileikaríkur stjórnmálamaður. Hann var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins en honum hefur verið haldið niðri. Hann hefur ekki fengið að njóta sín sem skyldi. T.d. var gengið framhjá honum þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð.Hann var ekki skipaður ráðherra. Í stjórnmálum verður að virða leikreglurnar. Við getum ekki  reiknað með því að ungt fólk gefi kost á sér í stjórnmál,ef  svo er ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband