Viðræður um stjórnarmyndun hafnar

Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru mættir á fund í Alþingishúsinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti laust fyrir hádegi í dag að hann myndi veita umboð fyrir þessari stjórnarmyndun. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði fyrir fundinn að lögð verði áhersla á að ljúka viðræðum sem fyrst.

Steingrímur sagði við fréttamenn að ætlunin væri að reyna að mynda ríkisstjórn og að taka eins skamman tíma og hægt er í það. Hann sagðist vonast til þess að þessir tveir flokkar, VG og Samfylking næðu saman um málefnin enda væru svipaðar áherslur í mörgum málum. Þó væri alls óvíst hve langan tíma það mun taka að mynda ríkisstjórnina.

Fyrir þennan fund hittist þingflokkur VG í Vonarstræti þar sem farið var yfir þau málefni sem flokkurinn ætlar að leggja áherslu á í viðræðunum.

Þau Ingibjörg Sólrún, Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitja fundinn fyrir hönd Samfylkginar.

Fyrir hönd Vinstri grænna eru á fundinum auk Steingríms þau Ögmundur Jónasson þingflokksformaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður flokksins. (visir.is)

Vonandi tekst þessi stjórnamyndun fljótt, Við megum engan tíma missa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 












« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir óskir og vonir að loksins verði mynduð góð og traust vinstri stjórn. Allar vinstri stjórnir á síðustu öld strönduðu yfirleitt á ytri aðstæðum:

1956-58 var Kaldastríðið vaxandi með uppreisn í Ungverjalandi, fyrir botni Miðjarðarhafsins var Sússkurðurinn þjóðnýttur með þeim afleiðingum að Bretar urðu nánast áhrifalausir í Egyptalandi, í Víetnam voru vaxandi átök.

1971-74 olíukreppa, þorskastríð og afdrifaríkt gos í Vestmannaeyjum

1978-1983 aftur olíukreppa og minnkandi þorskafli. Gríðarlegar fjárfestingar vegna hitaveituframkvæmda voru mjög miklar sem juku mjög erlendar skuldir. Vaxandi tekjur komu seinna íhaldinu einkum í Reykjavík til góða.

Þannig má lengi telja. Nú er ljóst hvað olli kollsteypunni miklu: ótímabærar ákvarðanir um einkavæðingu banka, Kárahnjúkavirkjun og stórhækkun stýrivaxta eftir að Davíð settist að í Seðlabanka. Það varð til gríðarlegs gervigóðæris í landinu án þess að eignir væru að baki lánum og eyðslu.

Mikilvægt er að íhaldið eigi sér ekki viðreisnar von eftir að gríðarleg ketilsprenging varð í vélarúmi síðustu þóðarskútu/gufudalls.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband