Viðræður Samfylkingar og VG halda áfram

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, munu halda áfram í fyrramálið en í kvöld fer fram vinna í málefnahópum. Hlé var gert á fundi flokkanna í Alþingishúsinu undir kvöld. Formenn flokkanna sögðust bjartsýnir á framhaldið.

„Þegar málefnavinnunni er lokið munum við ræða verkaskiptinguna milli flokkanna,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, en átti ekki von á að niðurstaða fengist fyrr en á morgun. Nefndi hún m.a. að ráðast þyrfti í miklar aðgerðir til að bæta hag heimilanna og fyrirtækja og að fara þyrfti fram einhvers konar siðbót. Í því sambandi nefndi hún m.a. að breyta þyrfti lögum um ráðherraábyrgð, setja siðareglur og tryggja faglega stjórn Seðlabankans. 

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók í sama streng og áréttaði að þingflokkar beggja flokkanna ættu aðkomu að málinu. „Við nálgumst þetta þannig að draga fram mikilvægustu atriðin og hafa þetta fá, skýr og mikilvæg atriði sem mest liggur á að vinna og vera ekki að flækja málin með öðru,“ sagði Steingrímur.

Ljóst er orðið að Jóhanna Sigurðardóttir muni veita ríkisstjórninni forystu en að öðru leyti vildu formennirnir ekkert gefa uppi um önnur ráðherraembætti.(mbl.is)

Auk þess að Jóhanna verður forsætisráðherra mun Steingrímur J. verða fjármálaráðherra en þetta eru tvo valdamestu embættin.Ekki er unnt að slá neinu föstu um önnur ráðherraembætti.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

Fara til baka 

| 27.01.2009 | 15:44

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband