Verðbólgan 18,6%

Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Er mælingin nokkuð í takt við spár greiningar Glitnis og hagfræðideildar Landsbankans.

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 8,2%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 14,5%.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,8% og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 3,5%. Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 1,7% .

Fastskattavísitala neysluverðs hefur verið uppfærð á ný og er nú áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda af bensíni haldið föstum eins og þau voru í nóvember 2008.

Greining Glitnis hafði spáð 18,7% verðbólgu og hagfræðideild Landsbankans spáði 18,3%.(visir.is)

Samkvæmt þessu hefur aukning verðbólgunnar stöðvast en ekki hefur tekist að lækka hana enn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband