Forsetinn kominn út fyrir sitt svið

Þegar forsetinn boðaði stjórnmálaforingjana á sinn fund  vegna stjórnarmyndunar ræddi hann við blaðamenn. Þá  nefndi forsetinn fjögur atriði sem hann vildi,að ný stjórn mundi beita sér fyrir.Með því fór hann út fyrir sitt svið. Forsetinn á ekki að segja fyrir um þau mál,sem ríkisstjórnir eiga að beita sér fyrir.Hann getur viðrað skoðanir sínar í hátíðarræðum en hann á ekki að segja ríkisstjórnum fyrir verkum um málefni þeirra. Einnig fannst mér það óviðeigandi,að forsetinn væri að ræða við BBC um að það ætti að breyta yfirstjórn  Seðlabankans.Það er heldur ekki á verksviði forsetans að gefa slíkar yfirlýsingar. Ólafur Ragnar hefur að mörgu leyti  staðið sig vel sem forseti. Hann má ekki skapa ófrið um embættið með því að fara út fyrir sitt svið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband