Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Óeðlilegar lánveitingar Kaupþings rétt fyrir hrun
Fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 var í Kastljósi í gærkveldi og skýrði frá því að erlendur aðili hefði fengið 280 milljarða lán hjá Kaupþingi á 12 mánuðum áður en bankinn hrundi.Peningar þessir hefðu hafnað á Jómfrúreyjum. Hvað var hér að gerast? Hvers vegna var Kaupþing að veita þetta lán á sama tíma og bankann skorti lausafé og á sama tíma og bankinn leitaði til Seðlabankans vegna þess að bankann sárvantaði lausafé.Sumir telja,að íslenskir auðmenn og íslenskir bankar hafi skotið undan fé og komið fyrir í skattaskjólum erlendis m.a. á Jómfrúreyjum. M.a. þess vegna þykja þessar lánveitingar grunsamlegar.Engu er líkara en að stjórnendur banka hafi sett þá á hausinn með óvarkárum lánveitingum og glæfralegum lántökum erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.