Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Mær enginn hagvöxtur í heiminum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því nú, að hagvöxtur verði aðeins 0,5% að jafnaði í heiminum á árinu. Gangi það eftir hefur hagvöxtur ekki verið minni frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Samkvæmt spá sjóðins munu hagkerfi í Afríku, Asíu og Miðausturlöndum vaxa um 3-4% en 2-3% samdráttur verður í iðnríkjunum.
Hagkerfi heimsins er að fara í djúpt samdráttarskeið," segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í nýrri skýrslu Hefur spá sjóðsins breyst mjög á síðustu mánuðum en í nóvember spáði IMF 1,75% hagvexti að jafnaði í heiminum.
Þrátt fyrir víðtækar aðgerðir eru fjárhagserfiðleikar enn miklir og það dregur hagkefin niður," segir IMF. Segir í skýrslunni að útlitið sé afar óljóst.
Samkvæmt spá IMF mun landsframleiðsla í Bandaríkjunum dragast saman um 1,6% á árinu, um 2% á evrusvæðinu öllu, 2,5% í Þýskalandi, 1,9% í Frakklandi, 2,1% á Ítalíu, 2,8% í Bretlandi og 2,6% í Japan.(mbl.is)
AF ÞESSU sést ,að það er víðar en hér sem erfiðleikar eru í landframleiðslu og efnahagsmálum. Það er alls staðar samdráttur og kreppa.
Björgvin Guðmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.