Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna
Fráfarandi stjórnarflokkar hafa verið að kýta um það hvers vegna stjórnin sprakk.Þar er ýmislegt nefnt. Sjálfstæðisflokkurinn segir,að Samfylkingin hafi ekki viljað að Þorgerður Katrín yrði forsætisráðherra.Samfylkingin segir,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað,að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra.En hvorugt er hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna. Hin raunverulega ástæða er sú,að stjórnin réði ekki við málin eftir að bankakreppan skall á. Meðan allt lék í lyndi gekk stjórnarsamstarfið vel. En þegar á bjátaði og fjármálakerfið fór á hliðina byrjaði ágreiningurinn.Flokkarnir gátu ekki komið sér saman um raunhæfar ráðstafanir í kreppunni. Þeir,sem áttu að fylgjast með bönkunum og brugðust sáttu fastir í stólum sínum,bæði bankastjórar Seðlabankans og forstjóri FME. Það var ekki fyrr en daginn fyrir stjórnarslit að forstjóri FME sagði af sér.Mótmæli almennings kröfðust afsagnar þessara aðila og raunar stjórnarinnar einnig. Samfylkingin í Reykjavík tók undir það síðast nefnda.Að mínu mati skipti engu máli hver var forsætisráðherra.Aðalatriðið var að gera það sem gera þurfti: Hreinsa út í Fjármálaeftirliti og Seðlabanka og gera róttækar ráðstafanir til bjargar heimilum,atvinnurekstri og bönkum. Sjálfstæðisflokkurinn dró lappirnar í því sem þurfti að gera. Því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.