Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Við þurfum ekki að borga Icesave
Lögmennirnir Stefán Már Stefánsson og Lárus L.Blöndal skrifa grein í Mbl. í dag um Icesave reikningana.Er það þriðja greinin,sem þeir skrifa í Mbl. um málið.Í greininni í dag svara lögmennirnir grein,sem Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur skrifaði um málið.Yngvi Örn taldi,að íslenska ríkið yrði að greiða Icesave reikningana. En það segja lögmennirnir rangt. Þeir vitna í tilskipun ESB um málið. Þeir segja m.a.: " Í 25. málsgr. aðfararorða tilskipunarinnar kemur fram,að aðildarríki geti ekki orðið ábyrg gagnvart innstæðueigendum,ef þau hafa komið upp tryggingakerfi í samræmi við tilskipunina eins og við gerðum á Íslandi á árinu 1999 og óumdeilt er. "
Ég er sammmála lögmönnunum og athugun mín á tilskipun ESB gaf sömu niðurstöðu. Ég fann ekki eitt einasta orð í tilskipuninni um að íslenska ríkið væri ábyrgt í þessu máli og ætti að borga eitthvað.Það á að borga úr tryggingasjóði og af eignum hlutaðeigandi banka en íslenska ríkið ber enga ábyrgð.
En hvers vegna hefur fráfarandi ríkisstjórn ljáð máls á því að borga það sem okkur ber ekki að borga. Stjórnin lét kúga sig.En ég tel ekki koma til greina að íslenska ríkið borgi þetta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.