Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Halda mótmælin áfram?
Spurningin er sú hvort mótmæli almennings halda áfram nú þegar ríkisstjórnin er farin frá og forstjóri FME einnig. Tilkynnt hefur verið að mótmælafundur verði á laugardag á Austurvelli eins og verið hefur lengi undanfarið.Enginn vafi er á því,að mótmælin hafa haft mikil áhrif.Sennilega hafa þau haft úrslitaáhrif í Samfylkingunni.Það hefur því komið skýrt í ljós,að almenningur getur haft áhrif með öflugum mótmælum.
Enn er eftir að uppfylla eina af kröfum fundanna á Austurvelli,þe. kröfuna um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans.En auk þess er það' svo,að almenningur vill sjá meiri breytingar hér á landi en venjuleg stjórnarskipti. Almenningur vill aukin áhrif,meira lýðræði. Menn vilja auka vald alþingis.Úndanfarið hefur það verið svo ,að framkvæmdavaldið hefur valtað yfir alþingi.Þessu þarf að breyta. Þá vilja margir breyta kosningafyrirkomulaginu,þannig að unnt verði að velja einstaklinga en ekki flokka.Það eriu því margar breytingar í loftinu. Og ný framboð eru í undirbúningi. Í gær mættu fulltrúar tveggja nýrra framboða í kastljósi en auk þess hefur það þriðja verið boðað undir stjórn Sturlu Jónssonar. Það er því mikil gerjun.Eldri borgarar eru einnig á ný að íhuga hvort þeir eigi að bjóða fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú virðist hafa misskilið þetta eitthvað Björgvin. Það axlaði bara helmingurinn af ríkisstjórninni ábyrgð hinn helmingurinn það er samfylkingin gerir það ekki og virðist ætla að halda áfram að gera ekki neitt í málum en verma sína stóla eins lengi og þeir geta
Gylfi Björgvinsson, 29.1.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.