Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Ekki á að lækka skuldir útgerðar meira en annars atvinnureksturs í landinu
Nú eru að komast til valda þeir tveir flokkar,sem hafa það á stefnuskrá sinni að gerbreyta kvótakerfinu í landinu,Samfylking og VG.Auk þess vilja Frjálslyndir innkalla allar veiðiheimildir. Það ætti því að nálgast sá tími að unnt verði að innkalla allar veiðiheimildir og úthluta þeim á ný gegn gjaldi eða bjóða þær upp á uppboðsmarkaði. Aðalatriðið er að allir sitji við sama borð þegar úthlutað verður á ný eða boðið upp Ég hefi trú á því að Framsókn styðji uppstokkun kvótakerfisins.
Mikið er í dag rætt um skuldir fyrirtækjanna í landinu og þar á meðal útgerðarfyrirtækja. Útgerðin skuldar 5-600 milljarða í ríkisbönkunum. Heyrst hafa þær raddir,að afskrifa ætti mikið af skuldum útgerðarinnar. Það kemur ekki til greina. Útgerðarfyrirtæki eiga ekki að njóta sérmeðferðar. Útgerðin á að sitja við sama borð og önnur atvinnufyrirtæki í landinu. Ef ákveðið verður að lækka skuldir fyrirtækja á útgerðin að njóta þess en ekkert umfram aðra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.