Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Framsókn vill stjórnlagaþing
Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um stjórnlagaþing næst þegar þing kemur saman. Þingið hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá.
Stuðningur við frumvarpið er eitt þriggja skilyrða sem Framsóknarflokkurinn setur fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna.
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að 63 fulltrúar verði kosnir í almennum kosningum til setu á þinginu. Þrjúhundruð undirskriftir þyrfti til að geta boðið sig fram til setu á stjórnlagaþinginu, en þingmenn, ráðherrar, dómarar Hæstaréttar og forseti geta samkvæmt frumvarpinu ekki boðið sig fram.
Einfaldan meirihluta þeirra fulltrúa þyrfti til að samþykkja breytingar á stjórnarskránni. Framsóknarmenn sjá fyrir sér að jafnvel yrði hægt að kjósa á þingið samhliða alþingiskosningum í vor. Þingið myndi starfa í allt að sex mánuði, en möguleiki væri að framlengja störf þess. ir Jón Jónssonn varaformaður Framsóknarflokksinsn sagði á blaðamannafundi þar sem frumvarpið var kynnt að ekki væri eðlilegt að þingmenn sjálfir fjölluðu um breytingar á borð við kosningafyrirkomulag, kjördæmaskipan og fjölda þingmanna.
Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður flokksins, sagði að kominn væri tími á að taka málið úr höndum þingmanna.
Forystumenn flokksins, sögðu mikilvægt, að greina betur á milli þrískiptingar ríkisvaldsins. Eygló Harðardóttir sagði að ein af hugmyndum sem rætt hafi verið um bein kosning handhafa framkvæmdavalds sem myndi þýða afnám þingræðis. Forseti eða forsætisráðherra yrði kjörinn í sérstakri kosningu og hann myndi skipa ráðherra í ríkisstjórn sína að bandarískri fyrirmynd. (mbl.is)
Tillaga Framsóknar um sérstakt stjórnlagaþing er athyglisverð.Segja má,að stjórnmálamenn hafi klúðrað þessu máli. Þeir hafa árum saman fjallað um breytingar á stjórnarskránni en niðurstaðan er engin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.