Mikil eftirsjá af Ágúst Ólafi Ágústssyni úr pólitíkinni

Mikil eftirsjá er af Ágúst Ólafi Ágústssyni,þingmanni og varaformanni Samfylkingarinnar, úr pólitíkinni.Hann er vel menntaður,duglegur  og hæfileikaríkur   og hefur að mínu mati verið einn efnilegasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar.Ágúst Ólafur ætlar utan til náms og útilokar ekki að koma á ný aftur í pólitíkina síðar.

Við stjórnarmyndunina 2007  vakti það  athygli,að Ágúst

Ólafur skyldi ekki verða ráðherra,þar eð hann var varaformaður flokksins. Að mínu mati átti hann rétt á ráðherrasæti. En það var gengið framhjá honum.Hvort það hefur átt þátt í  ákvörðun hans um að draga sig nú í hlé veit ég ekki en kæmi það ekki á   óvart. Réttum leikreglum var ekki fylgt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband