18000 atvinnulausir i mai

Vinnumálastofnun áætlar að allt að 18.000 manns verði án vinnu í lok maímánuðar, ef fram heldur sem horfir, og að milli 15.000 og 16.000 verði á atvinnuleysisskrá í lok febrúarmánaðar, þegar áhrifa hópuppsagna í haust gæti að fullu.

Aðspurður um spár Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á næstu mánuðum segir Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, að ráðgert sé að hlutfall atvinnulausra fari í 10 prósent í maímánuði, sem jafngildi því að alls um 18.000 manns verði án vinnu á landinu öllu.

Til að setja þessar tölur í samhengi telur Gissur að erlendir starfsmenn hafi verið flestir hátt í 20.000 og að um þriðjungur, eða 6.000 manns úr þeim hópi, hafi nú snúið aftur til síns heima.(mbl.is)

Þetta er ógnvænlegt atvinnuleysi. Vonandi gerir nýja ríkisstjórnin einhverjar róttækar ráðstafanir til þess að draga úr atvinnuleysinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Karl Sigurðsson

Karl Sigurðsson

 

 

Karl Sigurðsson

Karl Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband