Föstudagur, 30. janúar 2009
Samfylking og VG eiga að sameinast í einum flokki
Stórt skref var stigið í átt til sameiningar vinstri manna, þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagiðð ákváðu að sameina flokkana. Það hafði lengi verið draumur jafnaðarmanna á Íslandi að sameina jafnaðarmenn í einn stóran jafnaðarmannaflokk. Því miður náðist ekki fullkomin sameining. Hluti Alþýðubandalagsins fékkst ekki, þegar á reyndi, til þess að taka þátt í þessari sögulegu sameiningu.Þeir stofnuðu nýjan flokk,Vintri hreyfinguna grænt framboð. Það var mikið ógæfuspor og seinkaði algerri sameiningu jafnaðarmanna um mörg ár. Þess vegna er staðan eins og hún er nú.: Jafnaðarmenn klofnir í tvær fylkingar,Samfylkinguna og Vinstri græn. Samfylkingin er með 18 þingmenn og Vinstri græn með 9. Þetta eru alls 27 þingmenn. Það væri myndarlegur hópur hjá sameinuðum jafnaðarmannaflokki og fleiri þingmenn en íhaldið er með sem hefur nú 25 þingmenn.
Málefnaágreiningur er lítill
Málefnaágreiningur er mjög lítill milli Samfylkingar og Vinstri grænna.Heita má,að enginn ágreiningur sé í innanlandsmálum eftir að Samfylkingin markaði nýja stefnu í umhverfismálum,Fagra Ísland. Það er lítils háttar ágreiningur í landbúnaðarmálum en aðalágreiningur flokkanna er í utanríkismálum, þ.e. í afstöðunni til Evrópusambandsins.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna getur greitt fyrir sameiningu þessara tveggja flokka. Það er tímaskekkja að halda fylkingum jafnaðarmanna í tveimur flokkum. Þeir eiga að vera í einni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammmála þér að þessir flokkar eiga að sameinast, enda gefa þeir sig báðir út fyrir að vera mótvægi við íhaldið. En til að það megi takast þarf að skipta um skipstjóra í báðum flokkum og er einna helst að Dagur og Bryndís Svavarsd. gætu tekið að sér að sameina þessa flokka. Þá erum við kominn með stórann jafnaðarmannaflokk sem gæti hugsanlega náð hreinum meirihluta á þingi.
Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:46
Furðuleg útskýring hjá þér Björgvin. Ég þekki nokkuð marga jafnaðarmenn sem hafa sagt sig úr Samfylkingunni upp á síðkastið. Og ástæðan er: Erótískur dans við Vinstri Græna.
Það er nefnilega vinstri armur Samfylkingarinnar (gamlir kommúnistar) sem hafa náð völdum hjá ykkur - þessvegna er þetta hjónaband nýju kommúnistastjórnarinnar að verða að veruleika.
Og svo gleymir þú einu í samanburði fjölda þingmanna. Eru þá ekki frjálslyndir svokallaðir hægri menn eins og Sjálfstæðismenn ?? Viltu þá ekki bæta þingmannatölu þeirra við 25 ???
Sigurður Sigurðsson, 30.1.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.