Minnihlutastjórn Emils- minnihlutastjórn Jóhönnu

Sú minnihlutastjórn,sem nú er

i burðaliðnum leiðir hugann að fyrri minnihlutastjórnum.Ein frægasta minnihlutastjórnin er minnihlutastjórn Emils Jónssonar,minnihlutastjórn Alþýðuflokksins,sem sat að völdum  1958-1959. Mér er hún sérstaklega minnistæð,þar eð ég var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og fékk það verkefni að fylgjast með undirbúningi og myndun stjórnarinnar.Ég var því í stöðugu sambandi við Emil Jónsson á  meðan hann var að koma stjórninni saman.Þetta var mjög skemmtilegt verkefni.Ég fekk alltaf einhverjar fréttir hjá Emil.Hann var ekki með málalengingar.Hann sagði skýrt frá í stuttu máli og gekk alltaf hreint til verks. Minnihlutastjórn Emils var mynduð um ákveðin verkefni. Hún átti að leysa efnahagsmálin,sem þá voru í hnút, og undirbúa kjördæmabreytingu, Sjálfstæðisflokkurinn veitti stjórninni hlutleysi. Emil Jónsson kom með róttækar tillögur í efnahagsmálum,niðurfærsluleiðina. Stjórn hans færði niður verðlag og kaupgjald  og það gaf góða raun. Vonandi gengur stjórn Jóhönnu eins vel.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emilíu-stjórnin var mikilvægt millistig. En.. eftir hana kom viðreisnarstjórn!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband