Föstudagur, 30. janúar 2009
Vill Steingrímur J. norsku krónuna?
Norska dagblaðið Klassekampen birtir viðtal við Steingrím J. Sigfússon, væntanlegan fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, í dag. Steingrímur prýðir forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hugnast norska krónan.
Steingrímur segir í viðtalinu að hann hafi óskað eftir viðræðum við norska fjármálaráðherrann, Kristinu Halvorsen, um útvíkkun á gjaldeyrissamstarfi þjóðanna. Henni sé boðið hingað til lands til að vera viðstödd 10 ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs dagana 6. og 7. febrúar nk. Norska krónan gæti verið valkostur við evruna.
Hann segir m.a. að Vinstri grænir séu harðir á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin á vanda Íslendinga.(mbl.is)
Talsvert hefur verið rætt um norsku krónuna í sambandi við upptöku á nýjum gjaldmiðli.Norska krónan gæti komið til greina í skamman tíma ef Ísland vildi taka einhliða upp nýjan gjaldmiðil áður en landið gengur í ESB.Einnig kemur til greina að tengja krónuna við norska eða danska krónu og gera samning við seðlabanka Noregs eða Danmerkur en þá væri skynsamlegra að tengja sig við dönsku krónuna,þar eð hún er tengd eða miðuð við evru.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.