Baugur lokar skrifstofu sinni á Íslandi

Baugur Group hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni á Túngötu og hefur öllum fimmtán starfsmönnum fyrirtæksins hér á landi verið sagt upp störfum. Jafnframt hyggst Baugur fækka starfsmönnum í Bretlandi úr 29 í 16.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Vísi að þetta væri lokahnykkurinn í því ferli sem greint var frá síðasta sumar og fól í sér að flytja alla starfsemi félagsins erlendis. „Það er ljóst að starfsemi okkar hefur breyst verulega. Við munum á næstunni einbeita okkur að halda utan um núverandi eignir okkar í stað þess að standa í fjárfestingum. Nær allar okkar eignir eru í Bretlandi og því er eðlilegt að færa starfsemina þangað," segir Gunnar.

Varðandi fækkun starfsfólks í höfuðstöðvum félagsins í London segir Gunnar að verið sé að leggja lokahönd á að búa til sextán manna hóp sem muni vinna áfram. Það þýði að þrettán einstaklingum verði sagt upp á næstunni.

Gunnar segir að ekki séu fyrirhugaðar neinar sölur á eignum Baugs á næstunni. „Við erum í áframhaldandi viðræðum við bankana með það fyrir augum að vernda verðmæti eigna okkar og passa upp á þau 53 þúsund störf sem eru í húfi í fyrirtækjum okkar. Annars erum við gríðarlega ánægðir með stöðuna á eignasafninu," segir Gunnar og bætir við að heildarjólasala fyrirtækja í eigu Baugs hafi verið 1,5 prósent meira en á síðasta ári á meðan markaðurinn í heild hafi farið niður um 1,7 prósent. „Auk þess var rekstarhagnaðurinn á milli ára óbreyttur sem er ótrúlegt í þessu árferði," segir Gunnar.( mbl.is)

Slæmt er að starfsmenn Baugs á Íslandi skuli missa vinnuna þó fáir séu.En Baugur hafði tilkynnt,að flytja ætti starfsemi félagsins alla til Bretlands svo þetta ætti ekki að koma á óvart.Ekki hefur það tafið þessa ákvörðun,að mjög hefur andað köldu   á Íslandií garð Baugs  frá því bankahrunið varð.Margir telja,þar á meðal ýmsir fjölmiðlamenn,að Baugur eigi stærstu sökina á hruninu.

 

Björgvin Guðmundsson

 







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband