Framsókn tefur stjórnarmyndun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allar forsendur fyrir því að sú stjórnarmyndun sem unnið hefur verið að undanfarna daga geti gengið. Hann sagði Framsóknarmenn leggja áherslu á að leiðirnar séu trúverðugar fyrirfram.„Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð telur raunhæfast að stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn á mánudaginn kemur. Hann segir að væntanlegir stjórnarflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, séu aftur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morgun. „Við munum reyna að klára þetta fyrir þann tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. (mbl.is)

Framsókn var ekki alveg sátt við kaflann um efnahagsmál. Varð úr,að Framsókn myndi skila eigin tillögum um orðalag og að þegar það liggur fyrir verðo endanlega gengið frá kaflanum.Mörgum finnst að myndun stjórnarinnar sé farin að tefjast óeðlilega mikið miðað við stuttan tíma stjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband