Framsókn misskilur hlutverk sitt

Hópur fjögurra hagfræðinga sat fram á nótt við að útfæra tillögur Framsóknarmanna fyrir verðandi íkisstjón Samfylkingar og Vinstri grænna, en enn er töluverð vinna eftir í þeirri útfærslu, segir undur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Fréttastofa náði tali af honum rétt áður en hann gekk á óvæntan fund með Jóhönnu Sigurðardóttur verðandi forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna í Alþingishúsinu klukkan hálftíu.

Sigmundur segir engar nýjar kröfur í þeim tillögum sem Framsóknarmenn setja nú saman, eingöngu leiðir að sömu markmiðum. Hann telur ekki útilokað að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í kvöld.(visir.is)

Svo virðist sem Framsókn sé að misskilja hlutverk sitt. Það er ekki venja,að flokkur ,sem ákveður að veita minnihlutastjórn hlutleysi fari að skrifa stjórnarsáttmálann fyrir ríkisstjórnina.En Framsókn virðist telja það hlutverk sitt þó hún vilji ekki vera í stjórninni. Þetta  stafar sennilega af því að nýi formaðurinn er ungur ig óreyndur.

Björgvin  Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband