Saga af umdeildum forseta

Bók Guðjóns Friðrikssonar,sagnfræðings, Saga af forseta,er áhugaverð lesning.Þar er ferill Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli rakinn mjög ítarlega og svo virðist sem ekkert sé dregið undan.Rakið er hvernig forsetinn hefur mótað embættið á nýjan hátt og ekki alltaf fylgt hefðbundnum reglum.T.d. lenti hann ítrekað í árekstrum við  utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra,Halldór Ásgrímsson. Áður var það  venja,að forsetinn léti utanríkisráðuneytið undirbúa að verulegu leyti opinberar ferðir til útlanda .Þessu breytti Ólafur Ragnar og gekk fljótlega framhjá utanríkisráðuneytinu í þessum efnum við litla hrifningu Halldórs Ásgrímssonar. Yfirlýsingar forsetans um Evrópusambandið og fleiri utanríkismál þóttu á mörkum þess sem væri leyfilegt af forseta.

Ítarlega er fjallað um samskipti forseta við útrásarvíkinga og aðstoð forsetans við þá,einkum þá Björgólfsfegða.Forsetinn hefur veitt viðskiptasendinefndum,sem farið hafa til Asíu ágæta aðstoð en aðstoð hans við einstök fyrirtæki og meðmæli   við  tilgreind  fyririrtæki við erlenda ráðmenn   eru að mínu mati óviðeigandi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband