Bruðlið heldur áfram í kreppunni!

Laun æðstu embættismanna ríkisins  voru lítillega lækkuð en aðeins lítillega.En hlunnindin haldast. Ráðherrar fá t.d. áfram mjög háa dagpeninga í ferðalögum til útlanda en auk þess greiðir ríkið hótelkostnaðinn,þannig,að unnt er að fara með megnið af dagpeningunum heim aftur.Hvaða rugl er þetta? Af hverju er þessu ekki breytt. Þetta á að afnema og ýmis önnur hlunnindi æðsu embættismanna. Og laun bankastjóra ig skilanefnda eru alltof há.Launin ættu að vera að hámarki 600 þús. á mánuði en þau eru margföld sú upphæð. Hvar sem litið er þá er bruðlað og ekkert lát á því. Er ekki kominn tími til að  breyta til?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband