Laugardagur, 31. janúar 2009
Margir að hætta í stjórnmálum
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs fyrir komandi alþingiskosningar. Magnús segir niðurstöður af nýafstöðnu flokksþingi flokksins bera með sér að það sé almennur vilji flokksfólks að gefa nýju fólki tækifæri.
Magnús Stefánsson var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Vesturlandskjördæmi í alþingiskosningunum árið 1995. Hann náði ekki endurkjöri í alþingiskosningunum árið 1999, en tók sæti á Alþingi á ný vorið 2001 þegar Ingibjörg Pálmadóttir þáverandi heilbrigðis-og tryggingaráðherra lét af þingmennsku. Í alþingiskosningum 2003 var Magnús kjörinn þingmaður hins nýja Norðvestur kjördæmis og var endurkjörinn í alþingiskosningunum árið 2007.
Á þingmannsferli sínum hefur Magnús gegnt ýmsum verkefnum og ábyrgðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og fyrir hönd Alþingis, bæði á vettvangi Alþingis og annars staðar. Hann tók við embætti félagsmálaráðherra vorið 2006 og gegndi því fram yfir alþingiskosningarnar árið 2007. Nú eru liðin nærri 14 ár frá því Magnús var fyrst kjörinn á Alþingi.
Ástæður þess að ég hef tekið þessa ákvörðun eru þær að ég á að baki langan feril sem alþingismaður og ráðherra, tel að nú sé tímabært að láta af þingmennsku og að ég takist á við ný verkefni. Framsóknarflokkurinn er nú í mikilli framsókn, margt framsóknarfólk hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á vettvangi Alþingis, enda býr flokkurinn vel að mörgum hæfum einstaklingum til þeirra verka. Eins og niðurstöður af nýafstöðnu flokksþingi flokksins bera með sér er það almennur vilji flokksfólks að gefa nýju fólki tækifæri til forystu og starfa á vegum Framsóknarflokksins. Ég vil því á þessum tímamótum leggja mitt af mörkum til þess að stuðla að endurnýjun og breytingum á forystu og þingliði flokksins með því að gefa ekki kost á mér til endurkjörs, segir Magnús í yfirlýsingu.(mbl.is)
Það hafa margir hætt í stórnmálum að undanfðrnu eða ákveðið að hætta.Þeir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson hættu með stuttu millibili.Áður hættu þeir Finnur Ingólfsson,Árni Magnússon,Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson.Jónína Bjartmars hætti við síðustu kosningar og fleiri þingmenn. Geir Haarde var að tilkynna að hann hætti svo og Ágúst Ólafur Ágústsson.Það er bæði gott og illt að þingmenn hætti.Nauðsynleg endurnýjun er æskuleg.En þegar ungir menn hætta skyndilega er það eitthvað óeðlilegt. Það er annað hvort vegna þess að þeir þola ekki álagið eða árásirnar,sem þeir sæta eða þá að þeim þykja of mikil bolabrögð viðhöfð og of mikil klækjastjórnmál notuð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.