Seðlabanki og FME brugðust

Fólk ræðir að vonum mikið um hrun bankakerfisins..Fólk er reitt.Hvernig gat það gerst,að allir stóru bankarnir 3 hryndu  í einu og kæmust í þrot. Aðalástæðam er sú, að  bankarnir voru orðnir alltof stórir  og skulduðu alltof mikið erlendis.Þeir tóku meiri og meiri erlend lán og enginn gerði athugasemd. við það. ( Þorvaldur Gylfason prófessor gerði þó athugasemdir) .Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á og allar lánalínur lokuðust gátu bankarnir ekki endurfjármagnað sig lengur og fóru á hliðina.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, sváfu  á verðinum.Þessir eftirlitsaðilar horfðu á íslensku bankana bólgna út og skuldsetja sig meira og meira en gerðu ekkert í málinu. Það voru haldnir fundir og vakin athygli á slæmri þróun bankanna í þessu efni en ekkert var gert.Fráfarandi forsætisráðherra segir,að bankastjórar viðskiptabankanna hafi sagt stöðuna betri en Seðlabankinn sagði.Þeir  virðast hafa fegrað ástandið.En raunveruleg staða bankanna lá öll fyrir í uppgjörum bankanna og öðrum gögnum.Seðlabankinn gat fylgst með lausafjárstöðu þeirra. FME gat fylgst með þeim og farið inn í bankana og tekið öll gögn.Ég tel, að eftirlitsaðilar hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Ríkisstjórnin brást einnig. Þessir aðilar voru allir stungnir svefnþorni.Það var ekki nóg að hrópa viðvörunarorð. Það þurfti aðgerðir. Og þeir aðilar,sem höf'ðu yfir þeim að
ráða, áttu að beita þeim.en það gerðu þeir ekki.Því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband