Ný ríkisstjórn í dag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta klukkan 12:00 í dag að Bessastöðum og gera honum grein fyrir niðurstöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórnarmyndun undanfarna daga.

Þá hefur forseti einnig boðað Jóhönnu Sigurðardóttur verðandi forsætisráðherra til Bessastaða klukkan 13:00. Að loknum þeim fundi verður rætt við fréttamenn.

Heimildir fréttastofu herma að þingflokksfundir Samfylkingar og Vinstri grænna verði haldnir eftir fund Jóhönnu á Bessastöðum en þar verða ráðherralistar flokkanna bornir undir þingflokkanna. Strax í kjölfarið verður flokksráðsfundur Samfylkingar haldinn.

Heimildir herma einnig að stefnt sé að því að kynna nýja ríkisstjórn formlega í gyllta sal Hótel Borgar klukkan 16:00 í dag.(visir.is)

 

Það hefur ekki gengið alveg þrautalaust að mynda þessa rikisstjórn. Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna tóku góðan tíma í að semja stjórnarsáttmála þó stjórnin ætti að standa stutt en þegar hann var tilbúinn fór Framsókn að gera athugasemdir og vildi jafnvel semja hluta af textanum.Framsókn féll þó fra því og ákvað að halda sig við upphaflegu afstöðu sína og veita stjórninni hlutleysi enda hafði hún fengið nokkur stór atriði fram svo sem kjördag og að haldið yrði stjórnlagaþing.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband