Erfitt verkefni bíður nýrrar stjórnar

Ingibjörg Sólrún gekk á fund forseta Ísland kl. 12 og skýrði honum frá,að samkomulag væri um myndun nýrrar ríkisstjórnar,sem Jóhanna Sigurðardóttir mundi leiða.Kl. 1 e.h. fór Jóhanna síðan á fund forseta og hann fól henni stjórnarmyndun. Er gert ráð fyrir ríkiráðsfundi kl. 5,þar sem nýir ráðherrar mæta og nýja stjórnin tekur við.

Gífurlega erfitt  verkefni bíður nýju stjórnarinnar. Vonandi getur hún framkvæmt einhver raunhæf verkefni fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. En fjöldi fólks er nú að missa íbúðir sinar og gjaldþrot vofir yfir fjölda fyrirtækja.Bankarnir eru einnig nánast óstarfhæfir,þeir lána ekkert til fyrirtækja. Það þarf að koma þeim í gang og láta þá vinna eins og bankar eiga að gera. Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband