Forsetinn ánægður með að kona sé forsætisráðherra

Þessi ákvörðun er söguleg í ljósi jafnréttisbaráttunnar í okkar landi. Þetta er í fyrsta skipti sem konu er falið að verða forsætisráðherra í íslenska lýðveldinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að loknum fundi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, verðandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag.

Ólafur Ragnar sagði að þótt forsetinn tæki í sjálfu sér ekki afstöðu til einstakra flokka eða einstaklinga við slík tækifæri þá vildi hann engu að síður lýsa sérstakri ánægju sinni með það að sú ákvörðun hafi verið tekin að fela Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrstri íslenskra kvenna, að verða forsætisráðherra íslenska lýðveldisins.

„Það er ekki aðeins merkur atburður í okkar sögu, heldur líka í sögu jafnréttisbaráttunnar á veraldarvísu,“ sagði Ólafur Ragnar. (mbl.is)

Það eru vissulega söguleg tíðindi,að kona skuli veljast í embætti forsætisráðherra á Íslandi. Ingibjörg Sólrún gat sest i sætið en hún kaus að gera Jóhönnu að forsætisráðherra.Þar kom tvennt til: Veikindi Ingigjargar og svo sú staðreynt,að Jóhanna er mjög vinsæll stjórnmálamaður og hefur ef til vill meira samband við almenning en nokkur annar  islenskur stjórnmálamaður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband