Mánudagur, 2. febrúar 2009
Fátt nýtt í efnahagsstefnu nýju stjórnarinnar.Eftirlaunalögin afnumin
Stefna nýju ríkisstjórnarinnar hefur nú verið birt.Mest eftirvænting var í sambandi við efnahagsstefnuna en í henni er lítið nýtt að finna. Haldið er áfram að vinna á grundvelli þeirrar efnahagsstefnu sem ríkisstjórn og IMF urðu ásátt um.Þó verður reynt að fá samkomulag um lækkun vaxta. Þau atriði,sem snúa að heimilum og fyrirtækjum og getið er um var verið að vinna að á vegum fyrri stjórnar svo sem greiðsluaðlögun heimila og greiðslujöfnun gengistryggðra lána.Lög um séreignasparnað verða sett og heimilað að greiða út slíkan sparnað fyrirfram.Þar verður um tímabundna heimild að ræða. Að þessu hafði einnig verið unnið í tíð fyrri stjórnar.Þar er gott mál á ferðinni.
Helstu nýmælin í stefnu stjórnarinnar eru að afnema á hin illræmdu eftirlaunalög. Því fagna ég. Einnig á að setja í stjórnarskrá ,að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign.Fleiri stjórnarskrárbreytingar eru boðaðar og er það vissulega til bóta. Þá er boðað bætt upplýsingastreymi til almennings. Ef til vill verður mesta breytingin sú,að fá nýtt yfirbragð á ríkisstjórnina,konu í forsætisráðherraembættið og stjórn til valda sem er vinveittari almenningi en fyrri stjórn. En allt veltur þó á framkvæmdinni og hvernig til tekst.
Björrgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.