Mánudagur, 2. febrúar 2009
Líst vel á nýjan þingforseta
Samkomulag nýju ríkisstjórnarflokkanna felur meðal annars í sér að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verði forseti Alþingis. Guðbjartur telur líklegt að þing komi saman á morgun í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin. Á þeim tímamótum lætur Sturla Böðvarsson af embætti forseta en gera má ráð fyrir umtalsverðum breytingum á nefndarskipan og ljóst er að nýir nefndarmenn verða kjörnir.
Nýja starfið leggst afar vel í Guðbjart sem í daglegu tali er kallaður Gutti. Ég treysti því að allur þingheimur geri sér grein fyrir því að þurfum að ná miklum árangri á stuttum tíma, en þetta er nýtt umhverfi og það þarf að semja um öll mál svo þau nái fram að ganga."
Guðbjartur var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna vorið 2007, en hann er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Frá því að hann settist á þing hefur hann gegnt formennsku í félags- og tryggingamálanefnd. Guðbjartur var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi á árunum 1981 til 2007 og þá sat hann í bæjarstjórn Akraness 1986 til 1998. (visir.is)
Mér líst mjög vel á Guðbjart sem þingforseta. Þetta er mjög vandaður maður og réttsýnn og verður áreiðanlega góður forseti. Á honum hvílir mikið fram að kosningum,þar eð tíminn er naumur og mikið þarf að gera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gutti er, þrátt fyrir það að vera krati, gegnheill sómamaður. Margir sem til hans þekkja, töldu einsýnt að hans biði ráðherradómur um leið og hann kæmist á þing, en auðvitað gildir ákveðin framgangsröð eftir starfsaldri, svo að hans tími koma bara seinna!
Flosi Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.