Mánudagur, 2. febrúar 2009
Það,sem ekki er í stjórnarsáttmálanum
Það er margt athyglisvert í nýja stjórnarsáttmálanum,bæði hnykkt á eldri atriðum og getið um ný.En það vekur ekki síður athygli,það sem ekki er í stjórnarsáttmálanum. Ekkert er í stjórnarsáttmálanum um að sækja eigi um aðild að ESB.Aðeins er sagt,að Evrópunefnd eigi að skila áliti um miðjan apríl.Þorsteinn Pálsson ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins í dag,að ESB málið hafi verið sett í töf á ný. Þetta kemur að vísu ekki á óvart,þar eð VG hefur verið andvígt ESB. Þó hafði VG samþykkt að það megi greiða um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sækja eigi um aðild að ESB. Þá vantar líka í stjórnarsáttmálann að innkalla eigi allar veiðiheimildir eins og VG vill og Samfylking hlýtur að styðja vegna fyrri stefnu. En ef til vill þykir valdatími stjórnarinnar of stuttur til þess að taka þetta mál fyrir. Ég treysti á,að ef framhald verður á þessari stjórnarsamvinnu þá verði kvótakerfinu umbylt og allar veiðiheimildir innkallaðar.
Björgvin Guðmundssion
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.