Eignast erlendir fjárfestar Morgunblaðið eða ísl. almenningshlutafélag?

Hópur fólks vill nú stofna almenningshlutafélag um rekstur Morgunblaðsins. Facebook-síða hefur verið stofnuð þessu til stuðnings og eru meðlimir, þegar þetta er skrifað, rúmlega 700 talsins.

„Markmiðið er að blaðið verði í almenningseign og enginn einn fjölmiðlakonungur eignist blaðið. Þessi hópur hefur fyrst og fremst áhuga á lýðræðislegri umræðu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, einn talsmanna hópsins.

Ekki liggur fyrir hversu hárri fjárhæð þarf að safna en Vilhjálmur segist bjartsýnn á að fjármögnunin heppnist. Hópurinn sækist eftir framlögum sem ekki eru lægri en 100 þúsund og ekki hærri en ein milljón frá hverjum þátttakanda. Nýi-Glitnir hefur óskað eftir bindandi tilboðum í nýtt hlutafé Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, fyrir 17. febrúar næstkomandi.(mbl.is)

Auglýst hefur verið eftir fjárfestum,sem vilja    kaupa og reka Mbl. Fjárhagserfiðleikar Árvakurs eru miklir,skuldir 4-5 milljarðar.2 erlendir fjárfestar hafa sýnt ahuga en einnig mikill fjöldi innlendra aðila,þar á meðal Hreinn Lofstsson,hrl. sem rekur DV.Mbl. er ekki fyrsta  dagblaðið,sem lendir í fjáhagserfiðleikum.Áður hafa Alþýðublaðið,Tíminn og Þjóðviljinn dáið drottni sínum af þeim sökum.Mest af skuldum Árvakurs eru í Glitni,banka. Sá banki ræður örlögum Mbl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband