Mánudagur, 2. febrúar 2009
Ísland í myntsamstarf við Noreg?
Liv Signe Navarsete, formaður norska miðflokksins, segir í viðtali við Dagsavisen að ekki eigi að neyða neinn til aðildar að ESB og upptöku evru vegna efnahagsþrenginga.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur viðrað hugmynd um myntbandalag við Norðmenn. Navarsete segir að leiti Íslendingar eftir gjaldmiðlasamstarfi eigi að bregðast jákvætt við þeirri umleitan. Hún segist jafnframt vilja beita sér fyrir því að af þess konar samstarfi geti orðið þar sem bjarga verði landinu frá Evrópusambandinu.(ruv.is)
Ef það verður úr að Ísland taki einhliða upp annan gjaldmiðil kemur norska krónan til greina,ekki til þess að komast hjá aðild að ESB,heldur sem millibilsástand á meðan Ísland er ekki tilbúið til þess að sækja um aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður að líta á gjaldeyrismál og aðildarmál að efnahagsbandalögum út frá skammtíma- og langtíma sjónarmiðum eins og þú ýjar að. Eins þarf að aðskilja umræðuna þarna á milli. Ég veit að allir sjá nú að einsýnt er að við getum ekki haldið í eigin gjaldmiðil. Það er, hins vegur, enginn einhugur um aðild að ESB. Klárlega er norska krónan sterkari gjaldmiðill en sú íslenska og ber því að skoða þann kost af alvöru, bæði til langs og skamms tíma.
Til skamms tíma þýðir ekkert að tala einu sinni um ESB. Það eitt og sér leysir ekki bráðavanda íslensku þjóðarinnar að hefja aðildarviðræður. Þú sem ert viðskiptafræðingur veist að þó að við gengum í ESB gætum við ekki tekið um Evru vegna þess ástands sem nú ríkir hér í efnahagsbúskapnum.
Þú vilt meina að norska krónan geti verið millibilsástand ég er út af fyrir sig sammála því en get alveg séð þann gjaldmiðil gilda hér í nokkuð langan tíma. Við erum sammála um að upptaka þeirrar myntar á Íslandi er raunhæfur kostur sem gæti bætt hér efnahagsástandið strax og það skiptir mestu máli.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.2.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.