Mánudagur, 2. febrúar 2009
Persónukjör í kosningum til Alþingis
Í kaflanum um aukið lýðræði,jöfnuð og upplýsingar í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar segir svo:
Ný ríkisstjórn leggur sérstaka áherslu á virka upplýsingagjöf til íslensku þjóðarinnar um stöðu landsmála og aðgerðir til þess að rétta efnahagslífið af eftir þau áföll sem dunið hafa á fjármálakerfi landsins.
Ný ríkisstjórn mun leitast við að hafa víðtækt samráð við sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og almenning í landinu.
Starfað verður samkvæmt nýjum siðareglum í stjórnarráðinu þar sem ráðherra og æðstu embættismenn skulu opinbera fjárhagslegar skuldbindingar og hagsmunatengsl.
Eftirlaunalögin verða afnumin og um alþingismenn og ráðherra munu gilda almennar reglur um lífeyriskjör opinberra starfsmanna.
Hafinn verður undirbúningur að setningu nýrra reglna um skipan hæstaréttar- og héraðsdómara.
Hafin verður vinna við endurskoðun laga um ráðherraábyrgð.
Breytingar verða gerðar á eftirtöldum atriðum í stjórnarskrá lýðveldisins:
a) Kveðið verður á um auðlindir í þjóðareign.
b) Sett verður ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.
c) Aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.
Kosningalögum verður breytt með þeim hætti að opnaðir verða möguleikar á persónukjöri í kosningum til Alþingis.
Hér er hreyft mörgum góðum málum og vonandi komast þau í framkvæmd.Stjórnlagaþing verður þó ekki haldið fyrr en eftir kosningar,sennilega ekki fyrr en í ágúst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.