Gylfi Magnússon: Hugmyndafræðin var röng

Eitt af fyrstu verkum Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra verður að skipa nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins. Sú stjórn mun auglýsa eftir nýjum forstjóra. Hann telur að við eftirlit með fjármálakerfinu hafi verið unnið eftir rangri hugmyndafræði. 

Gylfi Magnússon sagði í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að Fjármálaeftirlitið sé að fullu starfhæft og þar sé unnið þótt stjórnin sé ekki. Hins vegar geti stofnunin ekki verið lengi án stjórnar.

Gylfi kvaðst telja að hugmyndafræðin sem var að baki öllu eftirliti með fjármálakerfinu, ekki einungis Fjármálaeftirlitinu heldur snerti það einnig Seðlabankann, hafi í grundvallaratriðum verið röng. Þegar hugmyndafræðin sé röng skili starf fólksins ekki tilætluðum árangri. Hann kvaðst ekki vera að gagnrýna störf starfsfólksins en því miður hafi pólitíska forystan og æðstu embættismenn verið með ranga sýn á hvernig ætti að hefta fjármálakerfið. 

„Það var þvert á móti beinlínis ætlast til þess að þessar stofnanir væru ekki að hefta fjármálakerfið og vöxt þess heldur að styðja fjármálakerfið í frekari vexti og útrás,“ sagði Gylfi.

Aðspurður sagði Gylfi að þessar stofnanir hafi beinlínis verið í vitlausu liði. „Nú ætlum við að sjá til þess að þær fari að vinna í réttu liði.“ (mbl.is)

Það er rétt hjá Gylfa Magnússyni,viðskiptaráðherra,að hugmyndafræðin á bak við eftirlit FME og Seðlabankans með  fjármálastofnunum var röng. Hugmyndafræðin var  sú,að eftirlit ætti að vera sem minnst,frjálsræði sem mest og afskipti af fjármálastofnunum sem minnst.Þetta var röng hugmyndafræði.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Vonandi tekst Gylfa Magnússyni að beina þessarri stofnun inn á rétta braut, þótt tíminn sé naumur.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.2.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband