Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Engin ný áform um álver
Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öllum líkindum ekki breytt," segir Kolbrún Halldórsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra.
Hvað varðar álver á Bakka segir Kolbrún að þar liggi öll áform niðri. Alcoa hefur sjálft sagt að þeir séu að draga úr framkvæmdum hjá sér og þess vegna eru orkuframleiðendurnir, sem þar hafa verið inn í myndinni, í raun lausir allra mála og geta þess vegna leitað annarra kaupenda," segir Kolbrún. Viljayfirlýsingin sem fyrri ríkisstjórn undirritaði við Alcoa kemur til með að renna út næsta haust og við ætlum ekki að gera nýja samninga eða endurnýja neitt í sambandi við Bakka."(mbl.is)
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir,að áver á Helguvík og á Bakka séu gömul áform En ekki verði um ný áform að ræða í bráð.
Björgvin Guðmundsson
T

Stjórnin verður á velferðarvaktinni
Hanna Katrín íhugar framboð í Reykjavík
Ásdís Halla metur stöðuna
Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni
Sjálfstæðismenn undirbúa kosningar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.