Baugur á Íslandi í greiðslustöðvun

Baugur Group hf. og nokkur dótturfélaga þess, þ.á m. BG Holding ehf., fóru í morgun fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Þetta er gert til að vernda eignir fyrirtækjanna sem og allra lánardrottna þeirra.

Í tilkynningu kemur fram að stjórn Baugs ákvað samhljóða að fara þessa leið í kjölfar ákvörðunar Landsbankans í gær að hætta viðræðum um mögulega endurskipulagningu Baugs.

Í síðustu viku var tilkynnt um að Baugur Group hefði sagt upp öllum 15 starfsmönnum sínum á Íslandi og ætli að loka skrifstofu sinni við Túngötu í Reykjavík. Þá yrði starfsmönnum félagsins í Bretlandi fækkað um helming, úr 29 í 16.

Stærstur hluti eigna félagsins er í Bretlandi en engar eignir eru á Íslandi. Baugur tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur verslanir í Bretlandi og Danmörku.

BG Holding, fjárfestingafélag Baugs, er hluthafi í Iceland Food Group og House of Frasier.  (mbl.is)

Ljóst er af þessari frétt,að Baugur er á fallandi fæti.Í Bretlandi rær félagið lífróður en mikil lægð er nú í efnahagslífi Bretllands og hún hitti Baug eins og önnur fyrirtæki þar.Hvort Baugur í Bretlandi lifir af veit enginn en mikil barátta er framundan hjá félaginu.Á Íslandi á Baugur litlar sem engar eignir.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka

 

 

 

Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Kristinn

 

 L


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband