Jón Ásgeir harðorður í garð Landsbankans

Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun.

„Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum.

Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast.

Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir.

Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans.(visir.is)

Ekki eru það góðar fréttir,ef Bretar eignast fyrirtæki Baugs í Bretlandi  á brunaútsölu á sama tíma og þess er krafist,að íslenska ríkið borgi Ice save reikningana.Að mínu mati kemur ekki til greina að ríkið borgi Icesave.

 

Björgvin Guðmundssin

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband