Trúi ekki samsæriskenningu Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, segir að ákvörðun Landsbankans um að slíta viðræðum um endurskipulagningu og björgun fyrirtækisins komi sér á óvart. Baugur hafi lagt fram áætlun um að greiða allar skuldir. Aðgerð Landsbankans að fara fram á greiðslustöðvun sé fjandsamleg. 50 þúsund störf í Bretlandi hafi verið sett í uppnám.

Hann óttast að góðar eignir Baugs lendi í hendur breskra hrægamma. Jón kveðst hafa upplýsingar um að Davíð Oddsson hafi sett það skilyrði fyrir starfslokum í Seðlabankanum að Baugur færi fyrst í þrot. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir fullyrðingar um að pólitísk afskipti hafi ráðið för vera fráleitar.

Hann telji greiðslustöðvun heppilegustu leiðina til að fá sem mest fyrir eignir Baugs.

Rétt er að taka fram að Hagar sem reka meðal annars Bónus er ekki innan Baugs.

Margir fjölmiðlar í Evrópu fjalla um greiðslustöðvun Baugs í dag. Breska sjónvarpsfréttastöðin Sky og  breska ríkisútvarpið BBC fylgjast grannt með málinu. Einnig  Financial Times og International Herald Tribune svo einhverjir séu nefndir.

Breska blaðið Guardian segir málið vekja að vonum mikla athygli í Bretlandi. Fall Baugs hafi  mikil áhrif á smásöluverslun í landinu. Fyrirtækið eigi meðal annars 34% í House of Fraser, 14% í verslunarkeðjunni Iceland og 36% í fataversluninni All Saints. Einnig á það hlut í Karen Millen, Oasis, Debenhams og French Connection, sem eru áberandi verslanir í Bretlandi.(ruv.is)

Ég trúi ekki samsæriskenningu Jóns  Ásgeirs.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband