Verður varnarmálastofnun lögð niður?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að starfsemi Varnarmálastofnunar sé til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki sé þó tímabært að að gefa yfirlýsingar um stefnubreytingu stjórnvalda varðandi stofnunina.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um framtíð stofnunarinnar og fyrirhugað loftrýmiseftirlit Dana á næstunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

„Við lestur á mjög rýrri verkaefnaskrá er ekki minnst á þessi mál og hvert á að stefna." Fram kom í máli Jóns að hann telur að reka eigi Varnarmálastofnun með öðrum hætti og að loftrýmiseftirlitið sé óþarfi.

Össur sagði að í utanríkisráðneytinu starfi nefnd sem kanni hvort hægt sé að haga megi málum með öðrum hætti en nú sé gert og um leiða spara fé.

Ekki stendur til að gera breytingar á fyrirhuguðu loftrýmiseftirliti Dana, að sögn Össurar. (mbl.is)

Ég tel,að vel komi til greina að leggja varnarmálastofnun niður í sparnaðarskyni vegna fjárhagserfiðleika þjóðarinnar.Það má síðan endurreisa stofnunina aftur þegar ástandið í fjármálum hefur batnað.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband