Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Hafa misst Baug
Jóhannes Jónsson í Bónus var gestur Björns Inga
í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Það kom fram hjá Jóhannesi,að þeir feðgar væru búnir að missa Baug. Bankarnir hafa tekið fyrirtækið yfir.
Það er synd að svona skuli hafa farið hjá þeim, feðgum. En sennilega hefur Baugur fjárfest of mikið og stofnað til of mikilla skulda.Það er eins með Baug og bankana,sem komnir eru í þrot. Útþenslan var of mikil,skuldsetningin var of mikil Þetta gekk í uppsveiflunni og meðan auðvelt var að fá lán, En þegar samdráttur byrjaði og kreppa skall á og lánalínur lokuðust var skammt í endalokin.Sem betur fer er góður gangur á Högum hér heima.
Björgvin Guðmundsson
i
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.