Föstudagur, 6. febrúar 2009
Ástralinn bjartsýnn á að fá Moggann
Ástralinn Steve Cosser, Óskar Magnússon, Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson og Almenningshlutafélag um rekstur Morgunblaðsins eru fjárfestarnir sem boðið hefur verið að halda áfram í söluferli Fyrirtækjaráðgjafar Nýja Glitnis á hlutafé í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Óskar Magnússon fer fyrir hópi fjárfesta sem hann vill ekki nefna að svo stöddu.
Við erum að fara í áreiðanleikakönnun næstu daga og fáum þá frekari upplýsingar og gögn. Þá verður tekin endanleg afstaða til þess hvort við gerum bindandi tilboð, segir Óskar sem segir hópinn hafa lýst formlega áhuga á kaupunum fyrir áramót.
Þegar ekkert gerðist hvöttum við til þess að þetta yrði auglýst eins og gert hefur verið, bætir Óskar við.
Steve Cosser óttast ekki keppinautana. Við fáum þetta þar sem við bjóðum best. Það er ekki spurning, segir hann.(mbl.is)
Það verður fróðlegt að sjá hver fær Morgunblaðið. Það eru margir um hituna,4
islenskir aðilar og einn erlendur.Sennilega munu íslensku bjóðendurnir reyna að semja við Glitni um að yfirtaka mikið af skuldum Árvakurs en Ástalinn borga út í hönd,þar eð hann á nóg af peningum. Spurning er hvað best er að gera í stöðunni. Æskilegra er,að Mbl. haldist í eigu íslenskra aðila.Er það gamaldags sjónarmið?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Ástralinn er boruubrattur. Kannski ágætis maður og verðugur eigandi stærsta og elsta dagblaðs Íslendinga. En reynslan af erlendum fjölmiðlaeigendum í Noreg eftir að Mecom Europe eignaðist stóran hluta af norsku fjölmiðlunum hefur ekki reynst neitt sérstaklega vel í hér í konungsríkinu.
Staðbundnar útvarps og sjónvarpsstöðvar misstu sérkenni sín og lokal blöðin urðu ekki svipur hjá sjón. En vonandi kemst Mogginn í góðar hendur og verður á endanum blað allara landsmanna eins og hann gjarnan kynnir sig.
Dunni, 6.2.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.