Sigmundur Ernir í pólitíkina

Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur gengið til liðs við stjórnmálastéttina og  býður sig fram í annað sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.  Hann hefur aldrei verið flokksbundinn er reyndar ekki enn genginn í Samfylkinguna en ætlar að gera það á næstu dögum.

Sigmundur Ernir var að koma fra Akureyri þegar MBL sjónvarp hitti hann áðan þar sem hann var að kanna baklandið. Hann segir mikla kröfu um endurnýjun eftir búsáhaldabyltinguna og hann langi að hella sér út í pólitíkina og hjálpa til við endureisnarstarfið.(mbl.is)

Það er mikill fengur að því fyrir Samfylkinguna að fá Sigmund Erni til liðs við sig. Sigmundur Ernir er mjög frambærilegur maður og sjálfsagt gott efni í stjórnmálamann. Það vantar einmitt nýja menn í stjórnmálin núna og það er aðdáunarvert,að  ungir og frambærilegir menn helli sér í slaginn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband