Sjálfstæðisflokknum líður illa í stjórnarandstöðu

Sjálfstæðisflokknum líður illa í stjórnarandstöðu. Þessa fáu daga,sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu hefur hann haft allt á hornum sér. Þegar þingið kom fyrst saman á miðvikudag eftir stjórnarskiptin lét flokkurinn öllum illum látum yfir yfir því að hann fengi ekki að halda þingforsetanum eftir að ný ríkisstjórn væri tekin við. Þó veit flokkurinn,að .að   það hefur verið föst venja hér á landi ,að þingforseti væri valinn úr hópi stjórnarliða.Það hefði verið skrítið ástand á þinginu,ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að stjórna því fram að kosningum hvað  mál væru tekin til afgreiðslu á þinginu.I dag urðu háværar deilur um Seðlabankafrumvarpið. Þó Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði verið búinn að fallast á breytingar á yfirstjórn Seðlabankans og Þorgerður Katrín varaformaður einnig létu Sjálfstæðismenn eins og það kæmi þeim í opna skjöldu,að ríkisstjórnin legði til,að yfirstjórn Seðlabankans yrði breytt. Meira að segja hinn rólegi þingmaður Pétur Blöndal rauk upp og lét öllum illum látum yfir því að breyta ætti yfirstjórn Seðlabankans. Það er greinilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að vera í  stjórnarandstöðu!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband