Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ingimundur Friðriksson baðst lausnar
Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabanka Íslands baðst í gær lausnar úr embætti. Ingimundur og Eiríkur Guðnason, svöruðu síðdegis bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra en hún fór í vikunni fram á að allir þrír bankastjórar Seðlabankans biðjist lausnar og semji um starfslok.
Ráðherra fór fram á að bréfinu yrði svarað eigi síðar en 5. febrúar eða á fimmtudag en bankastjórarnir báðu um frest til föstudags, þar sem Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar var væntanlegur til landsins á fimmtudagskvöld.
Með bréfi sem Ingimundur Friðriksson sendi forsætisráðherra síðdegis í gær, biðst hann lausnar úr embætti frá og með næstkomandi mánudegi og hefur ráðherra fallist á beiðnina.
Ekki fengust upplýsingar um innihald bréfs Eiríks Guðnasonar, að öðru leyti en því að hann baðst ekki lausnar úr embætti.
Ekkert svar hafði í gærkvöld borist frá Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans.
Tafir á svörum bankastjóranna hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla, En AP fréttastofan greindi frá því í gær, að bankastjórarnir virtu forsætisráðherra Íslands að vettugi.
Þær upplýsingar fengust úr forsætisráðuneytinu í kvöld að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra myndi nú íhuga stöðu málsins og hvernig brugðist yrði við gagnvart þeim Eiríki Guðnasyni og Davíð Oddssyni.(mbl.is)
Ekki er ljóst hvað vakir fyrir þeim bankastjórum,sem ekki hafa sagt upp störfum.Ef til vill bíða þeir eftir,að þeim verði sagt upp.Fram er komið frumvarp á alþingi,sem gerir ráð fyrir,að bankastjóri við Seðlabankann verði einn og hagfræðimenntaður. Auglýsa á stöðuna lausa,.Ef frv. verður samþykkt verða núverandi bankastjórar að hætta og nýr verður ráðinn í þeirra stað vegna skipulagsbreytingar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.