Flókið að taka upp myntsamstarf við Noreg

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að það yrði ekki einfalt verkefni að taka upp myntsamstarf við Íslendinga. Hún ræddi þetta á fundi í dag með starfsbróður sínum, Steingrími J. Sigfússyni.

Þessi fundur Halvorsen og Steingríms var ákveðinn fyrir nokkru síðan. Norski fjármálaráðherrann kom hingað í dag og hitti Steingrím í þjóðmenningarhúsinu, þau ræddu við fréttamenn að fundinum loknum, og Halvorsen var spurð um mögulegt myntsamstarf Íslendinga við Norðmenn.

Halvorsen sagði þetta vera umfangsmikið mál og erfitt viðureignar. Norska hagkerfið sé fimmtán sinnum stærra en það íslenska og gengi myntanna sveiflist af mismunandi ástæðum. Norska krónan styrkist þegar olíuverð sé hátt, en hér valdi það auknum útgjöldum vegna útgerðarinnar. Mikilvægast sé þó að Íslendingar taki sjálfir ákvörðun um þessi mál. Íslenskum yfirvöldum yrði þó vel tekið, ákveði þau að fara fram á samstarf við Norðmenn. (ruv.is)

Ég tel,að til greina komi   myntsamstarf við Noreg  sem bráðabirgðalausn sem myndi gilda í 5-10 ár. Það gæti gilt fram að þeim tíma að Ísland gengi í ESB.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband