Laugardagur, 7. febrúar 2009
Hvetur til mómæla við Seðlabankann
Hörður Torfason hvatti í dag mótmælendur á Austurvelli til að efna til mótmæla við Seðlabankann á mánudaginn þegar Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, sem ekki hafa orðið við beiðin forsætisráðherra um að láta af störfum, mæta til vinnu.
Klappað var fyrri því á Austurvelli að þrjár af fjórum kröfum mótmælenda hefðu verið uppfylltar. Krafan um kosningar, nýja ríkisstjórn og brottrekstur forstjóra Fjármálaeftirlitsins.(ruv.is)
Um eitt þúsund manns mætti á útufundinum á Austurvelli í dag.Það hefur farið fækkandi á útifundunum enda hafa kröfurnar náð fram að ganga nema ein,þ.e. breytingar á yfirstjórn Seðlabanka.En kröfur um kosnigar,nýja ríkisstjorn og afsögn forstjóra FME hafa náðst fram.Mótmælendur á Austurvelli geta því verið ánægðir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.